Efnahagur Bretlands hefur aldrei áður tekið jafn skarpa dýfu og hann hefur gert á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, til dæmis lokun iðnaðar og fyrirtækja, hafa haft gríðarleg áhrif á efnahag landsins. Verg landsframleiðsla í júní var aðeins einn sjötti af því sem hún var í febrúar.
Efnahagur landsins dróst saman um 20,4 prósent á tímabilinu apríl til júní, miðað við fyrsta ársfjórðung. Útgjöld heimila minnkuðu eftir að búðum var gert að loka og hafa tekjur stóriðjunnar og iðnaðarins einnig hrunið.
Þetta er fyrsta skiptið sem samdráttur hefur formlega verið á Bretlandi síðan 2009, það er, þegar samdráttur í efnahagi landsins spannar tvo samfellda ársfjórðunga. Hagstofa Bretlands gaf þó út að efnahagurinn hafi tekið nokkuð við sér í júní þegar tilslakanir voru gerðar á ferðatakmörkunum. Þá kom fram í tilkynningu frá Hagstofunni að þjónustufyrirtæki hafi orðið fyrir mesta skellinum.
Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um kreppu væri að ræða en það hefur verið leiðrétt.