Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:35 Sprengingin olli gríðarlegi eyðileggingu. EPA/IBRAHIM DIRANI Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13