Stuttar klippur úr þáttum Amazon um tímabilið hjá Tottenham halda áfram að koma út og í gær var það stikla af þjálfaranum José Mourinho.
Amazon hefur fylgt Tottenham á þessu tímabili en tímabilið hefur verið ansi dramatískt og hefur m.a. verið skipt um þjálfara.
„Allir bera nafnið mitt rangt fram. Allir kalla mig José. Ég er ekki José. Ég er José,“ sagði Portúgalinn og breytti framburðinum á Jose í síðasta skiptið sem hann bar það fram.
If you love football, you're in for a treat with the next All or Nothing series on @primevideosport - showing behind the scenes footage from one of the biggest clubs, Tottenham Hotspur. I am definitely guilty of pronouncing José s name wrong #AllorNothingSpurs #ad pic.twitter.com/kvABUznOsg
— Annie Mac (@AnnieMac) August 3, 2020
Mourinho er sjálfur ekki hrifinn af þáttunum. Hann ætlar ekki að horfa á þá þegar þeir koma út og segist ekki líka að vera í „Big Brother.“
Ekki hefur verið gefið út hvenær þátaröðin kemur út en það er ljóst að hún verður ansi áhugaverð.
Brottrekstur Mauricio Pochettino, óvænt ráðning Mourinho, kórónuveirufaraldurinn, hlaup Eric Dier upp í stúku og margt, margt fleira mun koma fram í þáttunum.