Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 16:50 Hrun varð í ferðamennsku í heiminum þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn skall á. Vísir/EPA Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45
Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11