Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 14:49 Höfuðstöðvar VR eru í Húsi verslunarinnar. Vísir/hanna Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“ Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15