Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 14:49 Höfuðstöðvar VR eru í Húsi verslunarinnar. Vísir/hanna Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“ Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15