Það gæti farið svo að Leicester þurfi að spila heimaleik sinn gegn Crystal Palace á laugardaginn á hlutlausum velli eða að leiknum verði frestað.
Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, var aðspurður út í stöðuna á máli Leicester í morgun en kórónuveiran hefur náð sér á flug, á nýjan leik, í borginni.
„Við erum að bíða eftir að heyra eitthvað. Auðvitað erum við að skoða aðra kosti,“ sagði Masters er hann kom fyrir íþróttanefnd ríkisstjórnarinnar í morgun.
Leicester á að mæta Crystal Palace á laugardaginn en í nótt var tilkynnt að útgöngubann væri aftur komið á í borginni.
Flestir skólar hafa lokað á ný og búðir sem ekki selja nauðsynjarvörur verði einnig lokað.
Premier League to move or postpone Leicester home games if needed https://t.co/Y9ngJebI1I #lcfc
— Guardian sport (@guardian_sport) June 30, 2020