Framleiðslu Segway PT hætt Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 07:20 Töffari á Segway PT. Getty Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár. Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár.
Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira