Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:47 25 ára maður var handtekinn á vettvangi. Vísir/getty 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens í bænum Reading í Englandi. Þrír eru látnir og þrír eru alvarlega slasaðir eftir árásina. Árásin átti sér stað um sjöleytið í gærkvöld að staðartíma. Árásarmaðurinn stakk nokkra sem voru staddir í garðinum og lýsir sjónarvottur því hvernig maðurinn gekk á milli hópa í garðinum og reyndi að stinga fólk. Maðurinn sem var handtekinn á vettvangi en samkvæmt heimildarmönnum BBC er um líbanskan mann að ræða sem hefur áður setið í fangelsi í Englandi fyrir minniháttarbrot. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frá vettvangi.Vísir/Getty Lögregla segist ekki leita annarra í tengslum við árásina en rannsaka nú hvað lá að baki henni. Þá hefur lögregla hvatt fólk sem kann að eiga myndbandsupptökur af árásinni að setja sig í samband við sig en deila þeim ekki á samfélagsmiðlum í virðingarskyni við fjölskyldur fórnarlambanna. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir árásina hræðilega. Fólk hafi verið að njóta laugardagskvöldsins í garðinum með vinum og ættingjum og árásin sé með öllu óskiljanleg. My full statement on the incident in Reading, following the latest update from @ThamesVP https://t.co/K9xMHnkZSt pic.twitter.com/y4olaEgMfr— Priti Patel (@pritipatel) June 21, 2020 Boris Johnson forsætisráðherra tók í sama streng á Twitter-síðu sinni í gær. Þakkaði hann jafnframt viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir sín störf. My thoughts are with all of those affected by the appalling incident in Reading and my thanks to the emergency services on the scene.— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) June 20, 2020 Bretland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens í bænum Reading í Englandi. Þrír eru látnir og þrír eru alvarlega slasaðir eftir árásina. Árásin átti sér stað um sjöleytið í gærkvöld að staðartíma. Árásarmaðurinn stakk nokkra sem voru staddir í garðinum og lýsir sjónarvottur því hvernig maðurinn gekk á milli hópa í garðinum og reyndi að stinga fólk. Maðurinn sem var handtekinn á vettvangi en samkvæmt heimildarmönnum BBC er um líbanskan mann að ræða sem hefur áður setið í fangelsi í Englandi fyrir minniháttarbrot. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frá vettvangi.Vísir/Getty Lögregla segist ekki leita annarra í tengslum við árásina en rannsaka nú hvað lá að baki henni. Þá hefur lögregla hvatt fólk sem kann að eiga myndbandsupptökur af árásinni að setja sig í samband við sig en deila þeim ekki á samfélagsmiðlum í virðingarskyni við fjölskyldur fórnarlambanna. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir árásina hræðilega. Fólk hafi verið að njóta laugardagskvöldsins í garðinum með vinum og ættingjum og árásin sé með öllu óskiljanleg. My full statement on the incident in Reading, following the latest update from @ThamesVP https://t.co/K9xMHnkZSt pic.twitter.com/y4olaEgMfr— Priti Patel (@pritipatel) June 21, 2020 Boris Johnson forsætisráðherra tók í sama streng á Twitter-síðu sinni í gær. Þakkaði hann jafnframt viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir sín störf. My thoughts are with all of those affected by the appalling incident in Reading and my thanks to the emergency services on the scene.— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) June 20, 2020
Bretland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira