Sextán stuðningsmenn frá hverju liði verða í beinni á öllum leikjum í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2020 11:30 Stuðningsmenn AGF sjást hér á risaskjá við leikvöllinn á meðan leikmenn liðsins spila við Randers. EPA-EFE/HENNING BAGGER Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í meira en þrjá mánuði verða annað kvöld þegar mætast meðal annars Manchester City og Arsenal en fjörið byrjar á leik Aston Villa og Sheffield United. Það verða aftur á móti engir áhorfendur leyfðir á þessum leikjum ekki frekar á hinum 90 leikjunum sem á eftir að spila á keppnistímabilinu 2019-20. Danska félagið AGF frá Árósum fór öðruvísi leið til að lífga upp á heimaleikina sína þegar stuðningsmennirnir máttu ekki mæta á völlinn. Þeir stilltu upp sjónvörpum á nokkrum stöðum í kringum leikvöllinn og á þeim voru stuðningsmennirnir síðan í beinni í gegnum fjarfundabúnað. Stemningin á völlunum í Englandi hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti að upplifuninni að horfa á leiki þaðan. Til að lífga upp á áhorfendalausa leiki ensku úrvalsdeildarinnar þá hafa forráðamenn hennar látið sér detta ýmsar nýjungar í hug. Fans on big screens Cameras to celebrate towards More on the "broadcast enhancements" that will be used when the Premier League restarts this week: https://t.co/mf3dVOP3Dp pic.twitter.com/cqgbFKkTVU— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Enska úrvalsdeildin mun verða með stuðningsmenn í beinni á risaskjá og þá verða sjónvarpsstöðvarnar líka með myndavélar á nýjum stöðum. Sums staðar fá sjónvarpsáhorfendur að velja hvort þeir hlusti á leikina með eða án gerviáhorfendahljóðum. Leikmennirnir sjálfir munu að sjálfsögðu ekki heyra neitt nema bergmálið af öskrum félaganna eða stjóranna. Sætin næst vellinum verða líka útbúin sérstaklega og það fer alveg eftir hugmyndaflugi hvers félags hvernig það verður útfært. Ein af nýjungunum er síðan að verða með sextán stuðningsmenn í beinni á meðan leiknum stendur. Sjónvarpsstöðvarnar og sá sem stýrir vallarskjánum á hverjum velli hafa síðan möguleika á að skipta yfir á þessa stuðningsmenn til að sýna fagnaðarlæti eða eitthvað annað sniðugt. AGF Aarhus, the first team in the world to use Zoom to bring fans and players together during matches played behind closed doors, share their learnings after two games.Read full article here... https://t.co/BnaFtiCPQz— XpoNorth (@XpoNorth) June 8, 2020 Nokkrir leikvangar eins og til dæmis Anfield eru ekki með stóran sjónvarpsskjá og Liverpool ætlar ekki að breyta því þrátt fyrir þetta ástand. Það verður því ekki settur upp tímabundinn risaskjár á Anfield. Aðeins 300 manns mega verða viðstödd á hverjum leik og það verða því engir boltakrakkar til að sækja boltana. Leikmenn munu síðan fá eina mínútu í vatnspásu um miðjan hvorn hálfleik en leikirnir fara nú fram um mitt sumar og því gæti verið mun heitara en vanalega á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Varsjáin verður áfram í notkun en nú þarf að skipta VAR-dómurunum upp í fleiri herbergi til að tryggja smitvarnir. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í meira en þrjá mánuði verða annað kvöld þegar mætast meðal annars Manchester City og Arsenal en fjörið byrjar á leik Aston Villa og Sheffield United. Það verða aftur á móti engir áhorfendur leyfðir á þessum leikjum ekki frekar á hinum 90 leikjunum sem á eftir að spila á keppnistímabilinu 2019-20. Danska félagið AGF frá Árósum fór öðruvísi leið til að lífga upp á heimaleikina sína þegar stuðningsmennirnir máttu ekki mæta á völlinn. Þeir stilltu upp sjónvörpum á nokkrum stöðum í kringum leikvöllinn og á þeim voru stuðningsmennirnir síðan í beinni í gegnum fjarfundabúnað. Stemningin á völlunum í Englandi hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti að upplifuninni að horfa á leiki þaðan. Til að lífga upp á áhorfendalausa leiki ensku úrvalsdeildarinnar þá hafa forráðamenn hennar látið sér detta ýmsar nýjungar í hug. Fans on big screens Cameras to celebrate towards More on the "broadcast enhancements" that will be used when the Premier League restarts this week: https://t.co/mf3dVOP3Dp pic.twitter.com/cqgbFKkTVU— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Enska úrvalsdeildin mun verða með stuðningsmenn í beinni á risaskjá og þá verða sjónvarpsstöðvarnar líka með myndavélar á nýjum stöðum. Sums staðar fá sjónvarpsáhorfendur að velja hvort þeir hlusti á leikina með eða án gerviáhorfendahljóðum. Leikmennirnir sjálfir munu að sjálfsögðu ekki heyra neitt nema bergmálið af öskrum félaganna eða stjóranna. Sætin næst vellinum verða líka útbúin sérstaklega og það fer alveg eftir hugmyndaflugi hvers félags hvernig það verður útfært. Ein af nýjungunum er síðan að verða með sextán stuðningsmenn í beinni á meðan leiknum stendur. Sjónvarpsstöðvarnar og sá sem stýrir vallarskjánum á hverjum velli hafa síðan möguleika á að skipta yfir á þessa stuðningsmenn til að sýna fagnaðarlæti eða eitthvað annað sniðugt. AGF Aarhus, the first team in the world to use Zoom to bring fans and players together during matches played behind closed doors, share their learnings after two games.Read full article here... https://t.co/BnaFtiCPQz— XpoNorth (@XpoNorth) June 8, 2020 Nokkrir leikvangar eins og til dæmis Anfield eru ekki með stóran sjónvarpsskjá og Liverpool ætlar ekki að breyta því þrátt fyrir þetta ástand. Það verður því ekki settur upp tímabundinn risaskjár á Anfield. Aðeins 300 manns mega verða viðstödd á hverjum leik og það verða því engir boltakrakkar til að sækja boltana. Leikmenn munu síðan fá eina mínútu í vatnspásu um miðjan hvorn hálfleik en leikirnir fara nú fram um mitt sumar og því gæti verið mun heitara en vanalega á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Varsjáin verður áfram í notkun en nú þarf að skipta VAR-dómurunum upp í fleiri herbergi til að tryggja smitvarnir.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira