Skipta nöfnum leikmanna í enska út fyrir „Black Lives Matter“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 08:47 Mohamed Salah verður ekki með eftirnafn sitt aftan á Liverpool treyjunni í næsta leik liðsins í ensk úrvalsdeildinni sem verður á móti Everton á Goodison Park. Getty/Catherine Ivill Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki. Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki.
Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira