Spáir því að ensku liðin missi af 170 milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 09:30 Pep Guardiola lyftir enska meistarabikarnum eftir sigur Manchester City á síðustu leiktíð. Manchester City liðið hefur unnið deildina tvö ár í röð. Getty/Michael Regan Liðin í ensku úrvalsdeildinni munu missa af tekjum upp á einn milljarð punda vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram í matskýrslu fjármálaþjónustufyrirtækisins Deloitte. Öll íþróttafélög heims hafa þurft að bregðast við tekjumissi eftir að kórónuveiran raskaði allri íþróttastarfsemi í marga mánuði. Hvergi eru upphæðirnar þó jafnháar og í ensku úrvalsdeildinni. Breska ríkisútvarpið skoðaði samantekt Deloitte um áhrif kórónuveirufaraldurisins á rekstur liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna tuttugu voru samanlagt meira en fimm milljarðar punda á 2018-19 tímabilinu og hafa aldrei verið jafnháar. Þetta jafngildir 854 milljörðum íslenskra króna. Championship clubs lost a combined £300m in 2018/19, with a staggering ratio of players' wages to turnover of 107%, according to Deloitte.Says teams should work to a salary cap of 70% of revenue to ensure survival.https://t.co/HVvSDel3C4— Dan Roan (@danroan) June 11, 2020 Dan Jones hjá Deloitte býst við því félögin verði af mjög miklum tekjum og þurfi að sætta sig við taprekstur vegna ástandsins. Deloitte reiknar með því að ensku úrvalsdeildarfélögin verði af 500 milljónum punda, 85 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að þau þurfa að endurgreiða hluta af sjónvarpspeningunum og tapa miklum tekjum á heimaleikjum sínum. Deloitte sér hins vegar fram á það að hinar fimm hundruð milljónirnar, talið í pundum, gætu komið til baka á næsta tímabili takist að klára þetta tímabil og svo 2020-21 tímabilið á venjulegum tíma. Manchester United hefur tekið gefið það út að faraldurinn hafi þegar kostað félagið 28 milljónir punda en að þeir búist við því að heildartapið verði miklu meira. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað 17. júní en ekkert hefur verið spilað í deildinni síðan í mars. 92 leikir voru eftir af tímabilinu en flest liðanna áttu eftir níu leiki. Klára þarf tímabilið fyrir lok júlímánaðar. Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Liðin í ensku úrvalsdeildinni munu missa af tekjum upp á einn milljarð punda vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram í matskýrslu fjármálaþjónustufyrirtækisins Deloitte. Öll íþróttafélög heims hafa þurft að bregðast við tekjumissi eftir að kórónuveiran raskaði allri íþróttastarfsemi í marga mánuði. Hvergi eru upphæðirnar þó jafnháar og í ensku úrvalsdeildinni. Breska ríkisútvarpið skoðaði samantekt Deloitte um áhrif kórónuveirufaraldurisins á rekstur liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna tuttugu voru samanlagt meira en fimm milljarðar punda á 2018-19 tímabilinu og hafa aldrei verið jafnháar. Þetta jafngildir 854 milljörðum íslenskra króna. Championship clubs lost a combined £300m in 2018/19, with a staggering ratio of players' wages to turnover of 107%, according to Deloitte.Says teams should work to a salary cap of 70% of revenue to ensure survival.https://t.co/HVvSDel3C4— Dan Roan (@danroan) June 11, 2020 Dan Jones hjá Deloitte býst við því félögin verði af mjög miklum tekjum og þurfi að sætta sig við taprekstur vegna ástandsins. Deloitte reiknar með því að ensku úrvalsdeildarfélögin verði af 500 milljónum punda, 85 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að þau þurfa að endurgreiða hluta af sjónvarpspeningunum og tapa miklum tekjum á heimaleikjum sínum. Deloitte sér hins vegar fram á það að hinar fimm hundruð milljónirnar, talið í pundum, gætu komið til baka á næsta tímabili takist að klára þetta tímabil og svo 2020-21 tímabilið á venjulegum tíma. Manchester United hefur tekið gefið það út að faraldurinn hafi þegar kostað félagið 28 milljónir punda en að þeir búist við því að heildartapið verði miklu meira. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað 17. júní en ekkert hefur verið spilað í deildinni síðan í mars. 92 leikir voru eftir af tímabilinu en flest liðanna áttu eftir níu leiki. Klára þarf tímabilið fyrir lok júlímánaðar.
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira