Gylfi og félagar gefa eftir laun - Lækka um allt að helming Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar leggja sitt að mörkum til að Everton-samfélagið komi betur út úr kórónuveirukrísunni. VÍSIR/GETTY Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju. Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju.
Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30
Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti