Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen er að hefja sitt fimmta tímabil með FH og það sjötta hér á landi. Gunnar lék lengi á Englandi en hefur fest rætur á Íslandi, enda Íslendingur í aðra ættina. Eftir óvenjulegt og enn lengra undirbúningstímabil klæjar Gunnar í puttana að byrja aftur að spila. Fyrsti leikur FH í Pepsi Max-deildinni er gegn HK í Kórnum á sunnudaginn. „Þetta hefur verið mjög skrítið og núna eru bara nokkrir dagar í næsta leik. Það er stemmning í hópnum og allir spenntir fyrir þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi. Hann segir að Covid-ástandið hafi verið sérstaklega krefjandi fyrir markverði. „Þetta var öðruvísi fyrir okkur. Útileikmenn geta farið út að hlaupa og haldið grunnþoli en markmannsæfingar eru öðruvísi. Ég get alveg farið út að hlaupa en okkar hreyfingar eru allt öðruvísi. Þetta hefur verið spes en ég hef unnið mikið með eigin líkamsþyngd og reynt að gera einhverjar markmannsæfingar.“ Endurnýjar kynnin við Fjalar Talandi um markmannsæfingar, þá er Gunnar kominn með nýjan markmannsþjálfara. Eftir margra ára starf fyrir FH fór Eiríkur Þorvarðarson til Vals og Fjalar Þorgeirsson kom í hans stað. Þeir Gunnar þekkjast vel. „Fjalar er flottur. Hann var markmannsþjálfari þegar ég var í Stjörnunni,“ sagði Gunnar. „Að sjálfsögðu eru þetta breytingar. Ég var lengi með Eika og vann vel með honum. Með nýjum mönnum koma breytingar og það er hollt að fá nýja áskorun. Mér finnst mjög spennandi að vinna með Fjalari.“ Gunnar fer af velli í leik FH og KA í Kaplakrika 10. maí í fyrra. Það reyndist hann síðasti leikur á tímabilinu.vísir/bára Síðasta tímabil var hálf endasleppt hjá Gunnari. Hann hóf mótið í marki FH en meiddist í 3-2 sigri á KA í 3. umferð og spilaði ekkert eftir það. „Ég handarbrotnaði og var frá í tólf vikur. Vignir [Jóhannesson] kom inn og svo Daði [Freyr Arnarsson] sem stóð sig vel. Ég var klár seinni hluta sumars en það var erfitt að breyta þá. Svo eru engir leikir fyrir leikmenn sem eru að reyna að komast aftur í form. Þetta var skrítið og mjög erfitt tímabil því ég hef alltaf verið vanur að spila,“ sagði Gunnar sem missti aðeins af samtals þremur deildarleikjum á fyrstu fjórum árum sínum á Íslandi. Ánægður með nýju mennina Eftir að hafa haft hægt um sig á félagaskiptamarkaðnum í vetur fékk FH vænan liðsstyrk í lok síðasta mánaðar þegar Hörður Ingi Gunnarsson kom frá ÍA og Pétur Viðarsson tók skóna af hillunni. Auk þeirra eru Baldur Sigurðsson og Daníel Hafsteinsson komnir til FH. Gunnar segir að stefn FH sé alltaf að vera í toppbaráttu.vísir/hag „Þetta eru mjög flottir gaurar. Þegar við byrjuðum að æfa í nóvember hugsaði maður að við þyrftum nokkra leikmenn því hópurinn var ekki stór. Leikmennirnir sem við höfum fengið eru kraftmiklir og spennandi og hópurinn er orðinn flottur. En þetta verður erfitt tímabil. Það eru mörg lið sem vilja vera í toppbaráttunni,“ sagði Gunnar. Yrði frábært að fá Emil Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur og er ekki loku fyrir það skotið að landsliðsmaðurinn leiki með sínu uppeldisfélagi í sumar. „Hann átt svakalega flottan feril og þetta er frábær leikmaður. Maður sér það strax. Það er enn óvissa hvað gerist með hann en það yrði frábært að fá Emil í hópinn,“ sagði Gunnar. FH hefur ekki endað ofar en í 3. sæti síðustu þrjú tímabili en stefnan er sett hærra í sumar. Við höfum flogið svolítið undir radarinn í vetur og önnur lið talin líklegri en við erum með flottan hóp og stefnan hjá FH er alltaf að vinna. Við getum gert góða hluti. FH er stærsta félag á Íslandi, stefnan er alltaf sett á toppbaráttu og við viljum fara alla leið. Hinn 33 ára Gunnar var á mála hjá Blackburn Rovers í tvö ár og samdi svo við Manchester City 2009. Hann á einn leik með City á ferilskránni en hann lék síðasta stundarfjórðunginn gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni 24. apríl 2010. Gunnar er eini Færeyingurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni. Gunnar Nielsen kom inn á fyrir Shay Given í leik Manchester City og Arsenal í apríl 2010. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.getty/Neil Tingle Eftir nokkur ár á Englandi fór Gunnar til Silkeborg í Danmörku 2013 og síðan til Motherwell í Skotlandi. Leiðin lá svo til Stjörnunnar 2015. Hann var eitt ár í herbúðum Garðabæjarliðsins en færði sig því næst yfir til FH. Gunnar varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili hjá FH en þá fékk hann aðeins sautján mörk á sig í 22 deildarleikjum. Sviptingar í Skotlandi „Fyrsta árið hjá Motherwell spilaði ég mikið og við enduðum í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar á eftir Celtic. Næsta tímabili byrjaði illa og þjálfarinn var rekinn. Ég spilaði lítið og vildi fara. Það var erfitt að finna félag í mars eða apríl því úti leitar maður að nýjum félögum í janúar eða um sumarið. Einhverra hluta vegna var ég í sambandi við Stjörnuna, fór þangað og fimm árum seinna er ég enn á Íslandi sem er frábært,“ sagði Gunnar. Hann er með sterka tengingu við Ísland en mamma hans er frá Siglufirði og Gunnar kom oft hingað til lands þegar hann var yngri. Fyrsti leikur Gunnars með færeyska landsliðinu var í 2-1 sigri á Íslandi í Kórnum 2009. Raunar voru fyrstu tveir landsleikir hans gegn Íslandi í Kórnum. Hann hefur leikið tæplega 60 landsleiki fyrir Færeyjar.vísir/hag „Mamma og pabbi búa í Færeyjum en ég var alltaf vanur að koma á sumrin. Við tölum færeysku heima en ég var alltaf vanur að heyra íslenskuna. Ég er hálfur Íslendingur,“ sagði markvörðurinn. FH meira spennandi Gunnar kveðst ánægður með þá ákvörðun að hafa komið hingað til lands að spila. Honum hefur þó boðist til að fara aftur í atvinnumennsku erlendis. „Ég hef fengið tækifæri til þess en ég var erlendis í svo mörg ár. Svo er ég kominn á þann stað í lífinu að ég nenni ekki að fara bara til að fara. Ég er með konu og börn og það stórt skref að flytja fjölskylduna út,“ sagði Gunnar. Ég er mjög ánægður á Íslandi og að vera í FH. Þetta er stórt félag og það sem mér bauðst erlendis var ekki jafn spennandi. Auk þess að verja mark FH starfar Gunnar sem sölumaður hjá Smyril Line sem er m.a. með farþegaskipið Norrænu. „Við erum með nokkur skip sem sigla frá Evrópu til Íslands með vörur og farm og svo Norrænu,“ sagði Gunnar. Að hans sögn er vinnan sveigjanleg og hentar vel með fótboltanum. „Ég er enn á fullu í boltanum. Ég get alltaf farið á æfingu og fengið frí þegar það eru leikir. Þetta hentar mér mjög vel, að vera sölumaður, og ég get líka unnið heima.“ Pepsi Max-deild karla FH Norræna Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Erfiður vetur en allt önnur staða með hækkandi sól Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 10. júní 2020 10:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen er að hefja sitt fimmta tímabil með FH og það sjötta hér á landi. Gunnar lék lengi á Englandi en hefur fest rætur á Íslandi, enda Íslendingur í aðra ættina. Eftir óvenjulegt og enn lengra undirbúningstímabil klæjar Gunnar í puttana að byrja aftur að spila. Fyrsti leikur FH í Pepsi Max-deildinni er gegn HK í Kórnum á sunnudaginn. „Þetta hefur verið mjög skrítið og núna eru bara nokkrir dagar í næsta leik. Það er stemmning í hópnum og allir spenntir fyrir þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi. Hann segir að Covid-ástandið hafi verið sérstaklega krefjandi fyrir markverði. „Þetta var öðruvísi fyrir okkur. Útileikmenn geta farið út að hlaupa og haldið grunnþoli en markmannsæfingar eru öðruvísi. Ég get alveg farið út að hlaupa en okkar hreyfingar eru allt öðruvísi. Þetta hefur verið spes en ég hef unnið mikið með eigin líkamsþyngd og reynt að gera einhverjar markmannsæfingar.“ Endurnýjar kynnin við Fjalar Talandi um markmannsæfingar, þá er Gunnar kominn með nýjan markmannsþjálfara. Eftir margra ára starf fyrir FH fór Eiríkur Þorvarðarson til Vals og Fjalar Þorgeirsson kom í hans stað. Þeir Gunnar þekkjast vel. „Fjalar er flottur. Hann var markmannsþjálfari þegar ég var í Stjörnunni,“ sagði Gunnar. „Að sjálfsögðu eru þetta breytingar. Ég var lengi með Eika og vann vel með honum. Með nýjum mönnum koma breytingar og það er hollt að fá nýja áskorun. Mér finnst mjög spennandi að vinna með Fjalari.“ Gunnar fer af velli í leik FH og KA í Kaplakrika 10. maí í fyrra. Það reyndist hann síðasti leikur á tímabilinu.vísir/bára Síðasta tímabil var hálf endasleppt hjá Gunnari. Hann hóf mótið í marki FH en meiddist í 3-2 sigri á KA í 3. umferð og spilaði ekkert eftir það. „Ég handarbrotnaði og var frá í tólf vikur. Vignir [Jóhannesson] kom inn og svo Daði [Freyr Arnarsson] sem stóð sig vel. Ég var klár seinni hluta sumars en það var erfitt að breyta þá. Svo eru engir leikir fyrir leikmenn sem eru að reyna að komast aftur í form. Þetta var skrítið og mjög erfitt tímabil því ég hef alltaf verið vanur að spila,“ sagði Gunnar sem missti aðeins af samtals þremur deildarleikjum á fyrstu fjórum árum sínum á Íslandi. Ánægður með nýju mennina Eftir að hafa haft hægt um sig á félagaskiptamarkaðnum í vetur fékk FH vænan liðsstyrk í lok síðasta mánaðar þegar Hörður Ingi Gunnarsson kom frá ÍA og Pétur Viðarsson tók skóna af hillunni. Auk þeirra eru Baldur Sigurðsson og Daníel Hafsteinsson komnir til FH. Gunnar segir að stefn FH sé alltaf að vera í toppbaráttu.vísir/hag „Þetta eru mjög flottir gaurar. Þegar við byrjuðum að æfa í nóvember hugsaði maður að við þyrftum nokkra leikmenn því hópurinn var ekki stór. Leikmennirnir sem við höfum fengið eru kraftmiklir og spennandi og hópurinn er orðinn flottur. En þetta verður erfitt tímabil. Það eru mörg lið sem vilja vera í toppbaráttunni,“ sagði Gunnar. Yrði frábært að fá Emil Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur og er ekki loku fyrir það skotið að landsliðsmaðurinn leiki með sínu uppeldisfélagi í sumar. „Hann átt svakalega flottan feril og þetta er frábær leikmaður. Maður sér það strax. Það er enn óvissa hvað gerist með hann en það yrði frábært að fá Emil í hópinn,“ sagði Gunnar. FH hefur ekki endað ofar en í 3. sæti síðustu þrjú tímabili en stefnan er sett hærra í sumar. Við höfum flogið svolítið undir radarinn í vetur og önnur lið talin líklegri en við erum með flottan hóp og stefnan hjá FH er alltaf að vinna. Við getum gert góða hluti. FH er stærsta félag á Íslandi, stefnan er alltaf sett á toppbaráttu og við viljum fara alla leið. Hinn 33 ára Gunnar var á mála hjá Blackburn Rovers í tvö ár og samdi svo við Manchester City 2009. Hann á einn leik með City á ferilskránni en hann lék síðasta stundarfjórðunginn gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni 24. apríl 2010. Gunnar er eini Færeyingurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni. Gunnar Nielsen kom inn á fyrir Shay Given í leik Manchester City og Arsenal í apríl 2010. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.getty/Neil Tingle Eftir nokkur ár á Englandi fór Gunnar til Silkeborg í Danmörku 2013 og síðan til Motherwell í Skotlandi. Leiðin lá svo til Stjörnunnar 2015. Hann var eitt ár í herbúðum Garðabæjarliðsins en færði sig því næst yfir til FH. Gunnar varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili hjá FH en þá fékk hann aðeins sautján mörk á sig í 22 deildarleikjum. Sviptingar í Skotlandi „Fyrsta árið hjá Motherwell spilaði ég mikið og við enduðum í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar á eftir Celtic. Næsta tímabili byrjaði illa og þjálfarinn var rekinn. Ég spilaði lítið og vildi fara. Það var erfitt að finna félag í mars eða apríl því úti leitar maður að nýjum félögum í janúar eða um sumarið. Einhverra hluta vegna var ég í sambandi við Stjörnuna, fór þangað og fimm árum seinna er ég enn á Íslandi sem er frábært,“ sagði Gunnar. Hann er með sterka tengingu við Ísland en mamma hans er frá Siglufirði og Gunnar kom oft hingað til lands þegar hann var yngri. Fyrsti leikur Gunnars með færeyska landsliðinu var í 2-1 sigri á Íslandi í Kórnum 2009. Raunar voru fyrstu tveir landsleikir hans gegn Íslandi í Kórnum. Hann hefur leikið tæplega 60 landsleiki fyrir Færeyjar.vísir/hag „Mamma og pabbi búa í Færeyjum en ég var alltaf vanur að koma á sumrin. Við tölum færeysku heima en ég var alltaf vanur að heyra íslenskuna. Ég er hálfur Íslendingur,“ sagði markvörðurinn. FH meira spennandi Gunnar kveðst ánægður með þá ákvörðun að hafa komið hingað til lands að spila. Honum hefur þó boðist til að fara aftur í atvinnumennsku erlendis. „Ég hef fengið tækifæri til þess en ég var erlendis í svo mörg ár. Svo er ég kominn á þann stað í lífinu að ég nenni ekki að fara bara til að fara. Ég er með konu og börn og það stórt skref að flytja fjölskylduna út,“ sagði Gunnar. Ég er mjög ánægður á Íslandi og að vera í FH. Þetta er stórt félag og það sem mér bauðst erlendis var ekki jafn spennandi. Auk þess að verja mark FH starfar Gunnar sem sölumaður hjá Smyril Line sem er m.a. með farþegaskipið Norrænu. „Við erum með nokkur skip sem sigla frá Evrópu til Íslands með vörur og farm og svo Norrænu,“ sagði Gunnar. Að hans sögn er vinnan sveigjanleg og hentar vel með fótboltanum. „Ég er enn á fullu í boltanum. Ég get alltaf farið á æfingu og fengið frí þegar það eru leikir. Þetta hentar mér mjög vel, að vera sölumaður, og ég get líka unnið heima.“
Pepsi Max-spáin 2020: Erfiður vetur en allt önnur staða með hækkandi sól Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 10. júní 2020 10:00