Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 10:19 Þúsundir komu saman undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“ í miðborg London og fleiri breskum borgum í gær. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali. Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali.
Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira