Hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi: „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Lovísa Thompson. Vísir/Bára Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson
Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita