Segja of snemmt að draga úr félagsforðun í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 10:10 Íbúar London njóta blíðunnar. EPA/ANDY RAIN Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira