Íris Björk hætt: Fyrsti titillinn með Gróttu á sérstakan stað í hjartanu Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 19:30 Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að láta gott heita. Vísir/Bára Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita