Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 13:20 Miklar deilur hafa staðið yfir á Bretlandi um ákvörðun Dominics Cummings um að keyra um 400 kílómetra frá London þegar hann og kona hans sýndu einkenni Covid-19 og í gildi voru reglur um að fólk héldi sig sem mest heima. AP/Victoria Jones Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59