Leclerc brunar á Ferrari SF90 í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. maí 2020 07:00 Leclerc fagnar. vísir/getty Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976. Við tökurnar ók Leclerc Ferrari SF 90 Stradale hybrid, sem er 986 hestafla V8 tvinnbíll með tvær forþjöppur. Þokkalegt afl. Myndin er væntanleg í júní. Verkefnið er unnið í samvinnu við upprunalegan leikstjóra hinnar umdeildu myndar, Claude Lelouch. Hafi lesendur ekki séð upprunalegu myndina má finna hana hér að neðan. Hún gerist eldsnemma á sunnudagsmorgni í ágúst 1976. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Claude Lelouch festi myndavél framan á Mercedens-Benz 450SEL, með 6,9 lítra vél. Hann ók svo af stað á ógnarhraða í gegnum París. Hann sagði einungis tveimur einstaklingum frá fyrirætlan sinni, kærustunni sinni sem hann hitti á hápunkti myndarinnar og aðstoðarmanni sem var með talstöð til að vara við á blindhornum. Ekkert sést í bílinn í myndinni en Lelouch setti yfir myndina hljóð úr sínum eigin Ferrari 275GTB með V12 vél. Lelouch náði um 200 km/klst. í París þar sem engar götur voru lokaðar. Eins fór Lelouch yfir nokkur rauð ljós. Þrátt fyrir að ekki sjáist í bíl í myndinni tengdi fólk hana strax við Ferrari hljóðsins vegna, slíkt hefur leitt til þeirrar endurgerðar sem Leclerc tekur þátt í að gera sem Ferrari ökumaður. Myndin vakti því afar mikla athygli þegar hún birtist fyrst. Hún féll alls ekki í kramið hjá mörgum sem fannst uppátækið afar vafasamt. Formúla Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent
Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976. Við tökurnar ók Leclerc Ferrari SF 90 Stradale hybrid, sem er 986 hestafla V8 tvinnbíll með tvær forþjöppur. Þokkalegt afl. Myndin er væntanleg í júní. Verkefnið er unnið í samvinnu við upprunalegan leikstjóra hinnar umdeildu myndar, Claude Lelouch. Hafi lesendur ekki séð upprunalegu myndina má finna hana hér að neðan. Hún gerist eldsnemma á sunnudagsmorgni í ágúst 1976. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Claude Lelouch festi myndavél framan á Mercedens-Benz 450SEL, með 6,9 lítra vél. Hann ók svo af stað á ógnarhraða í gegnum París. Hann sagði einungis tveimur einstaklingum frá fyrirætlan sinni, kærustunni sinni sem hann hitti á hápunkti myndarinnar og aðstoðarmanni sem var með talstöð til að vara við á blindhornum. Ekkert sést í bílinn í myndinni en Lelouch setti yfir myndina hljóð úr sínum eigin Ferrari 275GTB með V12 vél. Lelouch náði um 200 km/klst. í París þar sem engar götur voru lokaðar. Eins fór Lelouch yfir nokkur rauð ljós. Þrátt fyrir að ekki sjáist í bíl í myndinni tengdi fólk hana strax við Ferrari hljóðsins vegna, slíkt hefur leitt til þeirrar endurgerðar sem Leclerc tekur þátt í að gera sem Ferrari ökumaður. Myndin vakti því afar mikla athygli þegar hún birtist fyrst. Hún féll alls ekki í kramið hjá mörgum sem fannst uppátækið afar vafasamt.
Formúla Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent