Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 09:56 Tómlegt var um að litast á Leicester-torgi í miðborg Lundúna í gær. Vísir/EPA Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira