Tékkar loka landamærunum Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 13:56 Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, kynnti aðgerðirnar á fréttamannafundi í hádeginu. EPA Stjórnvöld í Tékklandi hafa bannað komu erlendra ríkisborgara til landsins frá mánudeginum. Tékkum verður sömuleiðis meinað að ferðast til útlanda. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, greindi frá þessu í dag og er þetta gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Reuters greinir frá því að undanþágur verði á reglunum þar sem stjórnvöld reyni að tryggja áframhaldandi inn- og útflutning vara. Vöruflutningar verða áfram heimilaðir. Þá verði fólki sem býr nærri landamærum og starfar í öðru landi heimilað að fara yfir landamærin, að því gefnu að vinnustaðurinn sé innan við 50 kílómetrum frá landamærunum. Allir þeir Tékkar sem snúa heim frá einhverju landa á fimmtán landa lista – þar á meðal Ítalíu, Þýskalandi, Austurríki – verða að fara í fimmtán daga sóttkví. Bann á komu útlendinga tekur gildi á miðnætti aðfararnótt mánudagsins. Alls hafa 117 manns greinst með kórónuveirusmit í Tékklandi, en enginn dauðsföll hafa enn verið rakin til veirunnar í landinu. Búið er að loka skólum og banna samkomur þar sem þrjátíu manns eða fleiri koma saman. Veitingastaðir verða að loka klukkan 20 á kvöldin frá á með deginum í dag. Babis hefur beint því til tékknesks almennings að hamstra ekki matvöru þar sem ekki verði settar hömlur á sölu matvara. Wuhan-veiran Tékkland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Stjórnvöld í Tékklandi hafa bannað komu erlendra ríkisborgara til landsins frá mánudeginum. Tékkum verður sömuleiðis meinað að ferðast til útlanda. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, greindi frá þessu í dag og er þetta gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Reuters greinir frá því að undanþágur verði á reglunum þar sem stjórnvöld reyni að tryggja áframhaldandi inn- og útflutning vara. Vöruflutningar verða áfram heimilaðir. Þá verði fólki sem býr nærri landamærum og starfar í öðru landi heimilað að fara yfir landamærin, að því gefnu að vinnustaðurinn sé innan við 50 kílómetrum frá landamærunum. Allir þeir Tékkar sem snúa heim frá einhverju landa á fimmtán landa lista – þar á meðal Ítalíu, Þýskalandi, Austurríki – verða að fara í fimmtán daga sóttkví. Bann á komu útlendinga tekur gildi á miðnætti aðfararnótt mánudagsins. Alls hafa 117 manns greinst með kórónuveirusmit í Tékklandi, en enginn dauðsföll hafa enn verið rakin til veirunnar í landinu. Búið er að loka skólum og banna samkomur þar sem þrjátíu manns eða fleiri koma saman. Veitingastaðir verða að loka klukkan 20 á kvöldin frá á með deginum í dag. Babis hefur beint því til tékknesks almennings að hamstra ekki matvöru þar sem ekki verði settar hömlur á sölu matvara.
Wuhan-veiran Tékkland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira