Björn Daníel: Allir hjá félaginu stefna að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 17:00 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á síðstu leiktíð. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira