Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 15:29 Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í London. Getty/Holly Adams Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð. Bretland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings fyrir að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði ásamt eiginkonu sinni og barni frá Lundúnum til heimilis foreldra sinna í Durham. 400 kílómetra leið. Þar einangraði hann sig í gestahúsi foreldra sinna og fékk þau til að gæta barnsins. Breskir fjölmiðlar sátu fyrir Cummings fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag, spurður að því hvort hann teldi ferðina ekki líta illa út sagði Cummings. „Hverjum er ekki sama um það. Þetta var spurning um að gera það rétta í stöðunni. Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Þá skammaði Cummings blaðamenn fyrir að fylgja ekki tilmælum um fjarlægð milli manna þar sem þau stóðu fyrir framan húsnæði hans. Innan raða Verkamannaflokksins hafa heyrst háværar raddir sem krefjast þess að Cummings segi af sér eða að Boris Johnson, forsætisráðherra, reki hann úr starfi. Í yfirlýsingu Downingstrætis 10 um málið sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. „Vegna gruns um að bæði hann og eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni, var það nauðsynlegt fyrir Dominic Cummings að tryggja að syni hans yrði sinnt,“ sagði í yfirlýsingunni. „Fjölskylda hans hafði beðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni á meðan þau sinntu honum.“ Greint hefur verið frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum meðlimi Cummings fjölskyldunnar vegna málsins í lok mars, í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins er því vísað á bug. „Aldrei ræddi lögreglan við Cummings eða fjölskyldu hans vegna málsins. Hegðun hans var í samræmi við tilmæli um sóttvarnir og telur herra Cummings að hann hafi löglega og siðlega,“ sagði í yfirlýsingunni. Sky greinir þó frá að lögreglan í Durham hafi staðfest að rætt hafi verið við eiganda fasteignar í Durham eftir að Cummings hafði sést á svæðinu, viku eftir að samkomubann var sett á í Bretlandi og öll óþarfa ferðalög harðbönnuð.
Bretland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira