Geisladiskur frá eldri bróður Gylfa reddaði Gylfa fyrsta tækifærinu á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 08:30 Gylfi Sigurðsson er nú orðinn sá íslenski knattspyrnumaður sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti