Herða takmörk um geislun frá snjallsímum fyrir 5G-væðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 16:49 Ríki heims búa sig nú undir næstu kynslóð þráðlausra samskipta sem hefur verið nefnd 5G. Hún á að bjóða upp á stóraukinn hraða fyrir snjalltæki sem tengjast þráðlausri farnetstengingu sem jafnast á við ljósleiðaratengingu. Vísir/Getty Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina. Tækni Fjarskipti Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina.
Tækni Fjarskipti Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila