Sportpakkinn: Erfitt að sjá Valsmenn sleppa takinu af toppsætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2020 16:30 Topplið Vals fær HK í heimsókn klukkan 19:30. vísir/bára Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31
Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58