Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta í morgun. Vísir/Vilhelm Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun
Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira