Telja Bretland ekki geta náð kolefnishlutleysi fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 16:01 Samtök eins og Útrýmingarbyltingin hafa krafist þess að kolefnishlutleysi Bretlands verði náð mun fyrr en árið 2050. Skýrsluhöfundar telja það óraunhæft. Vísir/EPA Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan. Loftslagsmál Bretland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan.
Loftslagsmál Bretland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira