Klopp styður ákvörðun ensku deildarinnar að hefja æfingar á ný Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 18:58 Klopp glaður. vísir/getty Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira