Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku.
Margir landsliðsmenn og fyrrum samherjar Guðjóns sendu inn kveðjur í þáttinn þar sem þeir þökkuðu fyrrverandi landsliðsferlinum fyrir samveruna í landsliðinu. Kveðja Kára var í léttari kantinum og sagði Kári meðal annars frá því að fyrsta kærasta Guðjóns hafi verið Svíagrýlan.
„Elska sig líka, vinur,“ sagði Guðjón Valur en Kári endaði á því að segja að Guðjón Valur væri einn besti leikmaður í sögu lýðveldisins og að hann elskaði hann. Guðjón lýsti svo vináttu sinni og Kára.
„Ég veit ekki hvernig og afhverju við pössum saman. Það er með ólíkindum. Það er svo margt ólíkt í okkur en ákveðnir sterkir hlutir sem passa saman. Einhverntímann lenti okkur saman þegar hann var að koma inn í landsliðið. Það var útaf einhverju veseni sem gerðist erlendis hjá hans klúbb en þegar við náðum saman aftur er eins og það hafi ekki slitnað slefið á milli okkar.“
Guðjón Valur er einn eiganda pizzastaðsins Íslensku Flatbökunnar í Kópavogi og Kári þakkaði Guðjóni fyrir að kaupa þann stað fyrir sig.
„Hann er alveg eins og heimalingur þegar hann kemur á Flatbökuna. Hann er eini gesturinn sem fær að labba um eldhúsið eins og starfsmaður. Þessi maður er einstakur. Hann er límið í landsliðinu oft á tíðum og einstaklega fyndinn og orðheppinn og að vel að orði farinn.“
Kári sagði einnig frá því í innslaginu að Guðjón Valur hafi kennt sér að drekka vatn og að borða ekki fimm Lion Bar á sama tíma. Guðjón Valur sagði eftir innslagið að þetta sé sönn saga en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.