Skotheldur Alfa Romeo frá ítölskum mafíuforingja seldur á uppboði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. maí 2020 07:00 Skotheldi Alfa Romeo Alfetta sem Muto átti í meira en 30 ár. Bíllinn var í eigu Francesco Muto frá Cetraro á Ítalíu, Muto var leiðtogi Ndrina Muto flokknum. Muto var handtekinn árið 2016, fyrir hefðbundna mafíu-glæpi. Muto var handtekinn fyrir eiturlyfjasmygl meðal annarra afbrota. Hann hafði þangað til látið lítið fyrir sér fara í því sem virtist látlaus hvítur Alfa Romeo Alfetta. Bíllinn er útbúinn með tæplega 600 kílóa brynvörn, styrktum lásum, skotheldum felgum og dekkjum. Þá eru rúðurnar sérstaklega styrktar. Innra rýmið í bílnum. Þá er bíllinn útbúinn með fjarskiptabúnaði frá níunda áratugnum ef ske kynni að Muto lenti í vandræðum. Bíllinn var settur á sölu á heimasíðunni Bring a Trailer. Hann er ekinn 12.875 km. og undirritun Muto á upprunalegum skráningarskjölum fylgir með. Bíllinn sem hefur tengsl við mafíuforingja og það nýlega seldist á einungis um 1,7 milljón króna. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Bíllinn var í eigu Francesco Muto frá Cetraro á Ítalíu, Muto var leiðtogi Ndrina Muto flokknum. Muto var handtekinn árið 2016, fyrir hefðbundna mafíu-glæpi. Muto var handtekinn fyrir eiturlyfjasmygl meðal annarra afbrota. Hann hafði þangað til látið lítið fyrir sér fara í því sem virtist látlaus hvítur Alfa Romeo Alfetta. Bíllinn er útbúinn með tæplega 600 kílóa brynvörn, styrktum lásum, skotheldum felgum og dekkjum. Þá eru rúðurnar sérstaklega styrktar. Innra rýmið í bílnum. Þá er bíllinn útbúinn með fjarskiptabúnaði frá níunda áratugnum ef ske kynni að Muto lenti í vandræðum. Bíllinn var settur á sölu á heimasíðunni Bring a Trailer. Hann er ekinn 12.875 km. og undirritun Muto á upprunalegum skráningarskjölum fylgir með. Bíllinn sem hefur tengsl við mafíuforingja og það nýlega seldist á einungis um 1,7 milljón króna.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent