Spá hressilegri stýrivaxtalækkun á miðvikudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:46 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og aðrir í peningastefnunefnd ráða ráðum sínum í vikunni. vísir/vilhelm Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira