Óttast að Sadio Mane geri sömu mistök og Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:30 Sadio Mane hefur staðið sig frábærlega með liði Liverpool á síðustu árum. Getty/Marc Atkins Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira