„Búin að fórna of miklu til þess að slaka á“ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 18:20 Dominic Raab sinnir störfum Boris Johnson á meðan Johnson jafnar sig eftir kórónuveirusmit. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14
Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50
Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51