„Búin að fórna of miklu til þess að slaka á“ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 18:20 Dominic Raab sinnir störfum Boris Johnson á meðan Johnson jafnar sig eftir kórónuveirusmit. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14
Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50
Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51