Johnson í stöðugu ástandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 16:48 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira