Klopp segir að Liverpool hafi sýnt Coutinho sanngirni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 15:00 Philippe Coutinho með Jürgen Klopp á góðri stundu þegar hann var enn stórstjarna hjá Liverpool. Getty/Jan Kruger Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira