Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:10 Kveikt hefur veirð í símamöstrum sem þessu og eru þau sögð valda veikindum. EPA/SASCHA STEINBACH Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020 Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020
Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira