Ensku stórliðin mögulega til Íslands á næstu vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 08:00 Liverpool leikmennirnir Takumi Minamino, Andy Robertson, Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold, Pedro Chirivella og Virgil van Dijk á æfingu með Liverpool liðinu. Gætu þeir verið á leiðinni til Íslands? Getty/John Powell Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira