Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 08:54 Hermenn og verktakar unnu enn hörðum höndum að því að setja upp sjúkrarýmin í síðustu viku. Vísir/EPA Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46
Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42
Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37