Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:00 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi segir að í kreppu felist líka tækifæri. Vísir/Vilhelm „Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér. Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér.
Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira