Ný regla hjá Man. Utd gerði Cristiano Ronaldo alveg brjálaðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 11:30 Cristiano Ronaldo lék með Manchester United frá 2003 til 2009 og skoraði 118 mörk í 292 leikjum með félaginu. EPA/LINDSEY PARNABY Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu. Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu.
Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira