Stuðningsmenn ensku liðanna fá mögulega að hvetja og fagna í gegnum hátalarakerfi tómra leikvanga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 09:30 Það er miklu betra en ekkert að fá þó að minnsta kosti tækifæri til að taka einhvern þátt í leikjunum þótt að þú sért heima í stofu að horfa. Hér má sjá stuðningsmenn toppliðs Liverpool. Getty/Nick Taylor Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira