Real Sociedad sendi frá sér tilkynningu í dag þess efnis að félagið hefði lánað Norðmanninn Martin Ødegaard til Manchester City til loka tímabilsins.
Í tilkynningunni kemur fram að Sociedad hafi verið tilneytt til að taka þessa ákvörðun til að forðast spurningar um Ødegaard næstu sex mánuðina.
OFFICIAL ANNOUNCEMENT: Agreement with @ManCity over the loan of @Martinio98#AurreraRealahttps://t.co/6AJrVNfOic
— Real Sociedad (@RealSociedadEN) December 28, 2019
Fróðir menn voru fljótir að sjá að ekki er sannleikskorn í þessari frétt. Dagurinn í dag, 28. desember, er eins konar 1. apríl á Spáni og Sociedad ákvað að bregða aðeins á leik í tilefni dagsins.
Ødegaard hefur leikið sérlega vel með Sociedad á tímabilinu. Í 16 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni hefur hann skorað fjögur mörk og gefið fimm stoðsendingar.
Ødegaard er á tveggja ára lánssamningi hjá Sociedad frá Real Madrid.