Ellefti desember er runninn upp, óveður gengur yfir landið og þrettán dagar eru til jóla.
Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni.
Hér að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr þættinum Loga á Stöð 2 í desember 2014. Þangað var Michael Winslow, maður hinna þúsund radda úr Police Academy, fór í hunda- og kattaslag við Pétur Jóhann Sigfússon og náði að herma eftir Whole Lotta Love með Led Zeppelin.
Bauð hann meðal annars upp á rándýrt gítarsóló.
