Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Njarðvík 81-88 | Fimmti sigur Ljónanna í röð Arnar Freyr Theodórsson skrifar 12. desember 2019 22:15 Maciek og félagar eru á góðu skriði. vísir/bára Fjölnir tók á móti Njarðvík í 10. umferð Dominos-deild karla í kvöld. Fyrir leik var töluverður munur á gengi liðanna í deildinni. Njarðvíkingar voru búnir að vinna fjóra leiki í röð á meðan Fjölnismenn voru búnir að tapa síðustu sjö leikjum. Leikurinn í Dalhúsum í kvöld var gríðarlega kaflaskiptur en Njarðvík vann að lokum 88 - 81 sigur eftir æsispennandi lokamínútur. Liðin byrjuðu leikinn á að skiptast á körfum og var varnarlegur ekki í miklu fyrirrúmi hjá liðunum í upphafi leiks. Njarðvíkingar náðu svo upp góðri stemningu í sínum varnarleik og náðu að stoppa allar aðgerðir Fjölnismanna. Á sama tíma voru Fjölnismenn að tapa boltanum klaufalega og Njarðvíkingar refsuðu þeim í hvert einasta skipti. Njarðvíkingar léku að alls oddi í sóknarleiknum á móti slakri Fjölnisvörn og þeir enduðu á að skora 30 stig í fyrsta leikhluta og leiddu með 11 stigum þegar honum lauk. Það var annað Fjölnislið sem mætti til leiks í öðrum leikhluta. Fjölnismenn náðu að herða vörnina hjá sér og tóku nokkur góð áhlaup en Njarðvíkingar svöruðu alltaf. Fjölnismenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir síðari hálfleikinn en Njarðvíkingar leiddu með 7 stigum þegar fyrri hálfleik lauk, 45-38. Njarðvíkingar byrjuðu síðar hálfleikinn af miklum krafti og náðu fljót þæginlegri forystu, mest 14 stig. Fjölnismenn voru samt ekki hættir og komu með, eins og svo oft áður í kvöld, gott áhlaup en Njarðvíkingar voru seigir og héldu þeim alltaf í þæginlegri fjarlægð. Njarðvíkingar voru 10 stigum yfir þegar 3. leikhluta lauk. 4. leikhluti byrjaði nokkuð rólega og það stemmdi ekki í spennandi lokamínútur en önnur varð rauninni. Fjölnismenn breyttu í svæðisvörn í 4 leikhluta og tóku svo gott áhlaup um miðjan 4. leikhluta. Róbert Sigurðsson, sem var stigalaus á þessum tímapunkti í leiknum, tók leikinn yfir og skoraði 7 stig í röð fyrir Fjölnismenn og munurinn á liðunum var allt í einu kominn niður í 3 stig. Fjölnismenn jöfnuðu svo leikinn, 76-76, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum og allt ætlaði um koll að keyra í Dalhúsum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og skiptust liðin á að skora en Njarðvíkingar settu svo niður tvo stóra þrista í lokin og náðu að halda Fjölnismönnum frá sér. Njarðvíkingar enduðu svo á því að klára leikinn með góðum sigri, 88-81.Af hverju vann Njarðvík? Leikurinn var mjög kaflaskiptur og þá má segja að Njarðvík hafi átt fleiri góða kafla í kvöld. Það var í rauninni það sem skóp þennan sigur ásamt frábærum sóknarleik í fyrsta leikhluta þar sem þeir skoruðu 30 stig á móti 19 hjá Fjölni. Eftir það voru Fjölnismenn alltaf að elta. Njarðvíkingar refsuðu Fjölnismönnum líka fyrir sín mistök og voru með 17 stig eftir tapaða bolta hjá Fjölni.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnismanna var ekki góður í kvöld á löngum köflum. Það var ekki fyrr en þeir breyttu í svæðisvörn sem vörnin fór að lagast. Njarðvík átti alltof auðvelt með að skora á Fjölni í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvík voru það Chaz Williams, Kristinn Pálsson og Logi Gunnarsson atkvæðamestir Chaz var frábær í kvöld en hann var með 25 stig og 71% skotnýtingu og Kristinn Pálsson var einnig hrikalega sterkur með 18 stig og 5 fráköst. Logi Gunnarsson var að hitta vel í kvöld en hann skoraði 13 stig. Hjá Fjölni voru það Srdan Stojanovic og Victor Moses sem sáu um stigaskorið. Srdan var góður í kvöld eins og svo oft áður í vetur en hann endaði með 26 stig. Victor Moses skoraði 21 stig og tók 9 fráköst. Róbert Sigurðsson steig svo upp í fjórða leikhluta og skoraði 11 stig í honum en því miður fyrir Fjölnismenn þá dugði það ekki til.Hvað tekur við næst? Næst tekur Njarðvík á móti Þór Þorlákshöfn á meðan fara Fjölnismenn í Garðabænum og taka á móti Stjörnunni. Það eru síðustu leikir liðanna fyrir jólafrí.Falur Jóhann Harðarson: Við erum efnilegt lið en erum ekki gott lið „Það er eins og oft áður, einhver leikkafli í leiknum þar sem að við skemmum fyrir okkur sjálfir. Það var fyrsti leikhluti hér í kvöld, 30-19 og við spiluðum vel í fjórða leikhluta en náum ekki að komast yfir“ sagði Falur Jóhann Harðarson, þjálfari Fjölnis, eftir tap sinna manna á heimavellli í kvöld. „Það er tvennskonar agaleysi sem hrjáir liðið okkar. Það er agaleysi í sókn og agaleysi í vörn. Agaleysi í vörn er, eins og núna í restina, þar sem við erum að spila svæðisvörn og það gengur ágætlega en við erum ekki að fókusa á það sem við erum búnir að leggja upp með að fókusa á og það er að fara út í skotmennina þeirra. Við erum að spila svokallað „match-up svæði“, samt fá þeir þrjú opin þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem klárar leikinn. Það er búið að fara yfir það í marga daga hvað þetta eru góðir skotmenn og þetta flokkast undir agaleysi“ sagði Falur aðspurður um hvað það væri sem Fjölnismenn þurfa að bæta til þess að ná í sigur. Fjölnismenn hafa sýnt marga góða kafla í vetur og sýnt okkur að þeir séu með lið sem getur spilað góðan körfubolta en það virðist ekki vera nóg. „Það er sama samlíking hjá þér eins og hvenær verður efnilegur leikmaður að góðum leikmanni, það er þegar hann spilar vel að staðaldri. Við erum efnilegt lið en erum ekki gott lið,“ sagði Falur. Fjölnismenn eru búnir að tapa 8 leikjum í röð í deildinni en Falur er staðraðinn í því að halda áfram og ná í fleiri sigra. „Já, klárlega. Mig langar til þess og ég vona að leikmönnum langi til þess. Það er tvennt í stöðunni en það er að annaðhvort að halda áfram eða hætta. Ég vona að menn séu tilbúnir að halda áfram.“Einar Árni: Ég er virkilega glaður að hafa náð í stigin tvö Einar var sáttur með sigurinn og stigin tvö eftir erfiðan leik á móti Fjölni. „Já. Fjölnisliðið er mjög baráttuglatt og hefur spilað góðan körfubolta í vetur, þeir hætta aldrei. Ég er virkilega glaður að hafa náð í stigin tvö, sem er náttúrulega fyrir öllu. Góðir kaflar en heldur miklar sveiflur á báðum endum. Við viljum gera betur varnarlega heldur en við vorum að gera í dag. Eins og þetta var gott sóknarlega í byrjun þá fannst mér í öðrum og þriðja leikhluta vanta svolítið tempó hjá okkur.“ „Sóknarleikurinn í fyrsta leikhluta var virkilega öflugur og svo fannst mér við klára þennan leik vel. Það er óþæginleg staða að vera að leiða með 10-14 stigum og svo allt í einu jafn leikur þegar tvær mínútur eftir. Maciek búinn að vera óheppin og missa layup. Hann setti svo tvö risastór skot á lokakaflanum þannig ég er ánægður með hvernig við kláruðum þetta“ sagði Einar aðspurður hvað hafi gengið vel hjá hans mönnum í kvöld. Fjölnismönnum komu oft á tíðum með góð áhlaup í kvöld en Njarðvíkingar svöruðu alltaf. „Já. En eins og ég segi þá á sama tíma ef maður á að vera gagnrýnin á okkur þá fengum við tækifæri til þess að loka leiknum oft á tíðum þar sem við vorum yfir með 10-14 stigum og það vantaði að keyra þetta en ofar. En eins og ég segi credit á Fjölni, þeir gáfust aldrei upp. Við skoðum það en við þurfum að gera betur í þessum aðstæðum, engin spurning.“ Njarðvíkingar eru búnir að sigra fimm leiki í röð í deildinni og þeir eru ekki hættir. „Það er ekki planið. Það er feyki erfiður leikur eftir, í síðasta leik fyrir jól, á heimavelli. Við vitum að við þurfum að spila virkilega vel á móti öflugu og vel þjálfuðu Þórs liði. Við hvílum okkur á morgun og hefjum undirbúning strax á laugardaginn fyrir hörkuslag í næstu viku.“ Dominos-deild karla
Fjölnir tók á móti Njarðvík í 10. umferð Dominos-deild karla í kvöld. Fyrir leik var töluverður munur á gengi liðanna í deildinni. Njarðvíkingar voru búnir að vinna fjóra leiki í röð á meðan Fjölnismenn voru búnir að tapa síðustu sjö leikjum. Leikurinn í Dalhúsum í kvöld var gríðarlega kaflaskiptur en Njarðvík vann að lokum 88 - 81 sigur eftir æsispennandi lokamínútur. Liðin byrjuðu leikinn á að skiptast á körfum og var varnarlegur ekki í miklu fyrirrúmi hjá liðunum í upphafi leiks. Njarðvíkingar náðu svo upp góðri stemningu í sínum varnarleik og náðu að stoppa allar aðgerðir Fjölnismanna. Á sama tíma voru Fjölnismenn að tapa boltanum klaufalega og Njarðvíkingar refsuðu þeim í hvert einasta skipti. Njarðvíkingar léku að alls oddi í sóknarleiknum á móti slakri Fjölnisvörn og þeir enduðu á að skora 30 stig í fyrsta leikhluta og leiddu með 11 stigum þegar honum lauk. Það var annað Fjölnislið sem mætti til leiks í öðrum leikhluta. Fjölnismenn náðu að herða vörnina hjá sér og tóku nokkur góð áhlaup en Njarðvíkingar svöruðu alltaf. Fjölnismenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir síðari hálfleikinn en Njarðvíkingar leiddu með 7 stigum þegar fyrri hálfleik lauk, 45-38. Njarðvíkingar byrjuðu síðar hálfleikinn af miklum krafti og náðu fljót þæginlegri forystu, mest 14 stig. Fjölnismenn voru samt ekki hættir og komu með, eins og svo oft áður í kvöld, gott áhlaup en Njarðvíkingar voru seigir og héldu þeim alltaf í þæginlegri fjarlægð. Njarðvíkingar voru 10 stigum yfir þegar 3. leikhluta lauk. 4. leikhluti byrjaði nokkuð rólega og það stemmdi ekki í spennandi lokamínútur en önnur varð rauninni. Fjölnismenn breyttu í svæðisvörn í 4 leikhluta og tóku svo gott áhlaup um miðjan 4. leikhluta. Róbert Sigurðsson, sem var stigalaus á þessum tímapunkti í leiknum, tók leikinn yfir og skoraði 7 stig í röð fyrir Fjölnismenn og munurinn á liðunum var allt í einu kominn niður í 3 stig. Fjölnismenn jöfnuðu svo leikinn, 76-76, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum og allt ætlaði um koll að keyra í Dalhúsum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og skiptust liðin á að skora en Njarðvíkingar settu svo niður tvo stóra þrista í lokin og náðu að halda Fjölnismönnum frá sér. Njarðvíkingar enduðu svo á því að klára leikinn með góðum sigri, 88-81.Af hverju vann Njarðvík? Leikurinn var mjög kaflaskiptur og þá má segja að Njarðvík hafi átt fleiri góða kafla í kvöld. Það var í rauninni það sem skóp þennan sigur ásamt frábærum sóknarleik í fyrsta leikhluta þar sem þeir skoruðu 30 stig á móti 19 hjá Fjölni. Eftir það voru Fjölnismenn alltaf að elta. Njarðvíkingar refsuðu Fjölnismönnum líka fyrir sín mistök og voru með 17 stig eftir tapaða bolta hjá Fjölni.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnismanna var ekki góður í kvöld á löngum köflum. Það var ekki fyrr en þeir breyttu í svæðisvörn sem vörnin fór að lagast. Njarðvík átti alltof auðvelt með að skora á Fjölni í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvík voru það Chaz Williams, Kristinn Pálsson og Logi Gunnarsson atkvæðamestir Chaz var frábær í kvöld en hann var með 25 stig og 71% skotnýtingu og Kristinn Pálsson var einnig hrikalega sterkur með 18 stig og 5 fráköst. Logi Gunnarsson var að hitta vel í kvöld en hann skoraði 13 stig. Hjá Fjölni voru það Srdan Stojanovic og Victor Moses sem sáu um stigaskorið. Srdan var góður í kvöld eins og svo oft áður í vetur en hann endaði með 26 stig. Victor Moses skoraði 21 stig og tók 9 fráköst. Róbert Sigurðsson steig svo upp í fjórða leikhluta og skoraði 11 stig í honum en því miður fyrir Fjölnismenn þá dugði það ekki til.Hvað tekur við næst? Næst tekur Njarðvík á móti Þór Þorlákshöfn á meðan fara Fjölnismenn í Garðabænum og taka á móti Stjörnunni. Það eru síðustu leikir liðanna fyrir jólafrí.Falur Jóhann Harðarson: Við erum efnilegt lið en erum ekki gott lið „Það er eins og oft áður, einhver leikkafli í leiknum þar sem að við skemmum fyrir okkur sjálfir. Það var fyrsti leikhluti hér í kvöld, 30-19 og við spiluðum vel í fjórða leikhluta en náum ekki að komast yfir“ sagði Falur Jóhann Harðarson, þjálfari Fjölnis, eftir tap sinna manna á heimavellli í kvöld. „Það er tvennskonar agaleysi sem hrjáir liðið okkar. Það er agaleysi í sókn og agaleysi í vörn. Agaleysi í vörn er, eins og núna í restina, þar sem við erum að spila svæðisvörn og það gengur ágætlega en við erum ekki að fókusa á það sem við erum búnir að leggja upp með að fókusa á og það er að fara út í skotmennina þeirra. Við erum að spila svokallað „match-up svæði“, samt fá þeir þrjú opin þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem klárar leikinn. Það er búið að fara yfir það í marga daga hvað þetta eru góðir skotmenn og þetta flokkast undir agaleysi“ sagði Falur aðspurður um hvað það væri sem Fjölnismenn þurfa að bæta til þess að ná í sigur. Fjölnismenn hafa sýnt marga góða kafla í vetur og sýnt okkur að þeir séu með lið sem getur spilað góðan körfubolta en það virðist ekki vera nóg. „Það er sama samlíking hjá þér eins og hvenær verður efnilegur leikmaður að góðum leikmanni, það er þegar hann spilar vel að staðaldri. Við erum efnilegt lið en erum ekki gott lið,“ sagði Falur. Fjölnismenn eru búnir að tapa 8 leikjum í röð í deildinni en Falur er staðraðinn í því að halda áfram og ná í fleiri sigra. „Já, klárlega. Mig langar til þess og ég vona að leikmönnum langi til þess. Það er tvennt í stöðunni en það er að annaðhvort að halda áfram eða hætta. Ég vona að menn séu tilbúnir að halda áfram.“Einar Árni: Ég er virkilega glaður að hafa náð í stigin tvö Einar var sáttur með sigurinn og stigin tvö eftir erfiðan leik á móti Fjölni. „Já. Fjölnisliðið er mjög baráttuglatt og hefur spilað góðan körfubolta í vetur, þeir hætta aldrei. Ég er virkilega glaður að hafa náð í stigin tvö, sem er náttúrulega fyrir öllu. Góðir kaflar en heldur miklar sveiflur á báðum endum. Við viljum gera betur varnarlega heldur en við vorum að gera í dag. Eins og þetta var gott sóknarlega í byrjun þá fannst mér í öðrum og þriðja leikhluta vanta svolítið tempó hjá okkur.“ „Sóknarleikurinn í fyrsta leikhluta var virkilega öflugur og svo fannst mér við klára þennan leik vel. Það er óþæginleg staða að vera að leiða með 10-14 stigum og svo allt í einu jafn leikur þegar tvær mínútur eftir. Maciek búinn að vera óheppin og missa layup. Hann setti svo tvö risastór skot á lokakaflanum þannig ég er ánægður með hvernig við kláruðum þetta“ sagði Einar aðspurður hvað hafi gengið vel hjá hans mönnum í kvöld. Fjölnismönnum komu oft á tíðum með góð áhlaup í kvöld en Njarðvíkingar svöruðu alltaf. „Já. En eins og ég segi þá á sama tíma ef maður á að vera gagnrýnin á okkur þá fengum við tækifæri til þess að loka leiknum oft á tíðum þar sem við vorum yfir með 10-14 stigum og það vantaði að keyra þetta en ofar. En eins og ég segi credit á Fjölni, þeir gáfust aldrei upp. Við skoðum það en við þurfum að gera betur í þessum aðstæðum, engin spurning.“ Njarðvíkingar eru búnir að sigra fimm leiki í röð í deildinni og þeir eru ekki hættir. „Það er ekki planið. Það er feyki erfiður leikur eftir, í síðasta leik fyrir jól, á heimavelli. Við vitum að við þurfum að spila virkilega vel á móti öflugu og vel þjálfuðu Þórs liði. Við hvílum okkur á morgun og hefjum undirbúning strax á laugardaginn fyrir hörkuslag í næstu viku.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“