Ósýnilegu börnin: Eitt af hverjum fjórum ekki skráð við fæðingu Heimsljós kynnir 12. desember 2019 14:30 Börn í Malaví. gunnisal Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í fæðingaskráningu barna um allan heim og skráning aukist um 20 prósent á einum áratug telur UNICEF að 166 milljónir barna undir fimm ára aldri séu óskráð. Að mati UNICEF eru óskráð börn berskjaldaðri fyrir margvíslegum hættum, ánauð og misnotkun. Því sé það óásættanlegt að fjórðungur barna yngri en fimm ára sé án fæðingarvottorðs. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) en eitt af undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna felst í því að sérhvert barn sé skráð við fæðingu fyrir árið 2030. Úttektin nefnist „Birth Registration for Every Child by 2030: Are we on track?“ og í henni eru greind gögn frá 174 löndum. „Þrátt fyrir að mikilsverður árangur hafi náðst eru enn of mörg börn sem lenda milli skips og bryggju,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Barn sem ekki er skráð við fæðingu er ósýnilegt. Það er ekki til í augum hins opinbera og laganna. Án fæðingarvottorðs geta börn farið á mis við menntun, heilbrigðisþjónustu og aðra nauðsynlega aðstoð. Þá eru þau berskjaldaðri gagnvart hvers kyns misnotkun eða ánauð,“ segir Fore. Rekja má stærstan hluta þess árangurs sem náðst hefur í skráningu barna síðustu ár til Suður-Asíu, sérstaklega til Bangladesh, Indlands og Nepal. Í Indlandi jókst hlutfall skráðra barna úr aðeins 41 prósenti árin 2005-2006 upp í 80 prósent árin 2015-2016. UNICEF hefur unnið með stjórnvöldum þar að því að setja skráningu barna í algjöran forgang um allt land með augljósum árangri. Hvergi eru færri börn skráð en í Afríkuríkjunum Eþíópíu (3 prósent), Sambíu, (11 prósent) og Tjad (12 prósent). Fram kemur í skýrslunni að þriðjungur allra þjóða þurfi að taka sig verulega á ef markmið um skráningu allra fæddra barna eiga að nást á næsta áratug. Ýmislegt stendur í vegi í viðkomandi löndum og helst ber að nefna skort á kunnáttu til að skrá fæðingu barns, slík skráning og fæðingarvottorð eru of dýr, sektargreiðslur tíðkast víða við því að skrá börn of seint og því sleppa foreldrar því oft, vegalengdir að næstu skráningarskrifstofu eru of miklar og loks spila hefðir og venjur í viðkomandi löndum vitanlega sinn þátt. Í skýrslunni er að finna ákall UNICEF um úrbætur og tillögur til að bæta öryggi allra barna. Þær eru: Útvega öllum börnum fæðingarvottorð við fæðingu en 237 milljónir barna undir fimm ára aldri fá aldrei formlegt fæðingarvottorð. Valdefla þarf alla foreldra til að skrá börn sín við fæðingu. Tengja fæðingaskráningu við önnur kerfi viðkomandi þjóðar til að tryggja aðgang barna að grundvallarréttindum sínum. Fjárfesta þarf í traustum tæknilausnum til að auðvelda og flýta fyrir fæðingaskráningu barna. Virkja þarf samfélög til að krefjast fæðingaskráningar af stjórnvöldum sínum. „Hvert einasta barn á rétt á nafni, þjóðerni, ríkisfangi og persónuauðkennum. Árangurinn sem náðst hefur eru vissulega góðar fréttir en við erum nýbúin að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og við megum ekki hætta fyrr en hvert einasta barn er talið með og skráð,“ segir Fore að lokum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í fæðingaskráningu barna um allan heim og skráning aukist um 20 prósent á einum áratug telur UNICEF að 166 milljónir barna undir fimm ára aldri séu óskráð. Að mati UNICEF eru óskráð börn berskjaldaðri fyrir margvíslegum hættum, ánauð og misnotkun. Því sé það óásættanlegt að fjórðungur barna yngri en fimm ára sé án fæðingarvottorðs. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) en eitt af undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna felst í því að sérhvert barn sé skráð við fæðingu fyrir árið 2030. Úttektin nefnist „Birth Registration for Every Child by 2030: Are we on track?“ og í henni eru greind gögn frá 174 löndum. „Þrátt fyrir að mikilsverður árangur hafi náðst eru enn of mörg börn sem lenda milli skips og bryggju,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Barn sem ekki er skráð við fæðingu er ósýnilegt. Það er ekki til í augum hins opinbera og laganna. Án fæðingarvottorðs geta börn farið á mis við menntun, heilbrigðisþjónustu og aðra nauðsynlega aðstoð. Þá eru þau berskjaldaðri gagnvart hvers kyns misnotkun eða ánauð,“ segir Fore. Rekja má stærstan hluta þess árangurs sem náðst hefur í skráningu barna síðustu ár til Suður-Asíu, sérstaklega til Bangladesh, Indlands og Nepal. Í Indlandi jókst hlutfall skráðra barna úr aðeins 41 prósenti árin 2005-2006 upp í 80 prósent árin 2015-2016. UNICEF hefur unnið með stjórnvöldum þar að því að setja skráningu barna í algjöran forgang um allt land með augljósum árangri. Hvergi eru færri börn skráð en í Afríkuríkjunum Eþíópíu (3 prósent), Sambíu, (11 prósent) og Tjad (12 prósent). Fram kemur í skýrslunni að þriðjungur allra þjóða þurfi að taka sig verulega á ef markmið um skráningu allra fæddra barna eiga að nást á næsta áratug. Ýmislegt stendur í vegi í viðkomandi löndum og helst ber að nefna skort á kunnáttu til að skrá fæðingu barns, slík skráning og fæðingarvottorð eru of dýr, sektargreiðslur tíðkast víða við því að skrá börn of seint og því sleppa foreldrar því oft, vegalengdir að næstu skráningarskrifstofu eru of miklar og loks spila hefðir og venjur í viðkomandi löndum vitanlega sinn þátt. Í skýrslunni er að finna ákall UNICEF um úrbætur og tillögur til að bæta öryggi allra barna. Þær eru: Útvega öllum börnum fæðingarvottorð við fæðingu en 237 milljónir barna undir fimm ára aldri fá aldrei formlegt fæðingarvottorð. Valdefla þarf alla foreldra til að skrá börn sín við fæðingu. Tengja fæðingaskráningu við önnur kerfi viðkomandi þjóðar til að tryggja aðgang barna að grundvallarréttindum sínum. Fjárfesta þarf í traustum tæknilausnum til að auðvelda og flýta fyrir fæðingaskráningu barna. Virkja þarf samfélög til að krefjast fæðingaskráningar af stjórnvöldum sínum. „Hvert einasta barn á rétt á nafni, þjóðerni, ríkisfangi og persónuauðkennum. Árangurinn sem náðst hefur eru vissulega góðar fréttir en við erum nýbúin að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og við megum ekki hætta fyrr en hvert einasta barn er talið með og skráð,“ segir Fore að lokum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent