al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 14:49 Al-Bashir við dómsuppkvaðninguna. epa/ MORWAN ALI Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði við dómssalinn að samkvæmt súdönskum lögum gæti fólk eldra en 70 ára ekki setið í fangelsi. Bashir er 75 ára gamall. Bashir er einnig ákærður fyrir valdaránið 1989 sem hann tók þátt í og færði hann til valda, auk þess að eiga aðild að morðum á mótmælendum áður en hann var hrakinn frá völdum í apríl síðastliðnum. Þegar verið var að kveða upp dóminn stóðu stuðningsmenn hans fyrir inni í dómssalnum og kölluðu að dómshöldin væru pólitísk. Þeim var vísað út úr dómshúsinu en þar stóðu þeir og héldu áfram að kyrja: „Það er enginn guð nema Guð.“ Stuðningsmenn Bashir fyrir utan dómshúsið.epa/ MORWAN ALI Ekki er ljóst hvort réttað verði yfir Bashir vegna víðtækra mannréttindabrota á meðan á valdatíð hans stóð, þar á meðal stríðsglæpa í Darfur. Spillingarmálið var tengt við 25 milljóna dala greiðslu í reiðufé, sem samsvarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna, sem Bashir fékk greiddar frá Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu. Bashir hélt því fram að greiðslurnar hafi verið vegna hernaðarsambandi Súdan við Sádi-Arabíu og að peningarnir hafi ekki verið vegna sérhagsmuna prinsins heldur hafi verið gjöf. Eftir dómsuppkvaðninguna sagði einn lögmaður forsetans fyrrverandi, Ahmed Ibrahim, í samtali við fréttastofu AFP að dómnum yrði áfrýjað. Mohamed al-Hassan, annar lögmaður Bashir, sagði áður að verjendur horfðu ekki á dómshöldin sem lagaleg heldur pólitísk. Al-Bashir er ákærður fyrir ýmis brot í Súdan en hann á einnig yfir höfði sér dómsmál fyrir Stríðsglæpadómstólnum.epa/MORWAN ALI Ekkert dómsmálanna sem eru nú í gangi gegn Bashir í Súdan eru tengd ákærum á hendur honum fyrir Alþjóðlega Stríðsglæpadómstólnum þar sem hann er ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ákæruliðirnir eru tengdir átökunum sem brutust út í Darfur árið 2003. Sameinuðu Þjóðirnar segja að þrjú hundruð þúsund manns hafi dáið og 2,5 milljónir manna þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Eftir að Bashir var hrakinn frá völdum í apríl kröfðust saksóknarar við Stríðsglæpadómstólinn þess að yfir honum yrði réttað vegna Darfur drápanna. Súdönsku herstjórarnir sem tóku völd eftir að Bashir var hrakinn frá neituðu upphaflega að vinna með dómstólnum en súdanska regnhlífamótmælahreyfingin, sem nú fer með stóran hluta framkvæmdaráðs landsins, sagði nýlega að líklegt væri að hann yrði sendur út til að vera við réttarhöldin. Saksóknarar í Súdan hafa einnig ákært hann fyrir að eiga þátt í morðum á mótmælendum sem létust í mótmælum áður en Bashir var hrakinn frá völdum. Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði við dómssalinn að samkvæmt súdönskum lögum gæti fólk eldra en 70 ára ekki setið í fangelsi. Bashir er 75 ára gamall. Bashir er einnig ákærður fyrir valdaránið 1989 sem hann tók þátt í og færði hann til valda, auk þess að eiga aðild að morðum á mótmælendum áður en hann var hrakinn frá völdum í apríl síðastliðnum. Þegar verið var að kveða upp dóminn stóðu stuðningsmenn hans fyrir inni í dómssalnum og kölluðu að dómshöldin væru pólitísk. Þeim var vísað út úr dómshúsinu en þar stóðu þeir og héldu áfram að kyrja: „Það er enginn guð nema Guð.“ Stuðningsmenn Bashir fyrir utan dómshúsið.epa/ MORWAN ALI Ekki er ljóst hvort réttað verði yfir Bashir vegna víðtækra mannréttindabrota á meðan á valdatíð hans stóð, þar á meðal stríðsglæpa í Darfur. Spillingarmálið var tengt við 25 milljóna dala greiðslu í reiðufé, sem samsvarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna, sem Bashir fékk greiddar frá Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu. Bashir hélt því fram að greiðslurnar hafi verið vegna hernaðarsambandi Súdan við Sádi-Arabíu og að peningarnir hafi ekki verið vegna sérhagsmuna prinsins heldur hafi verið gjöf. Eftir dómsuppkvaðninguna sagði einn lögmaður forsetans fyrrverandi, Ahmed Ibrahim, í samtali við fréttastofu AFP að dómnum yrði áfrýjað. Mohamed al-Hassan, annar lögmaður Bashir, sagði áður að verjendur horfðu ekki á dómshöldin sem lagaleg heldur pólitísk. Al-Bashir er ákærður fyrir ýmis brot í Súdan en hann á einnig yfir höfði sér dómsmál fyrir Stríðsglæpadómstólnum.epa/MORWAN ALI Ekkert dómsmálanna sem eru nú í gangi gegn Bashir í Súdan eru tengd ákærum á hendur honum fyrir Alþjóðlega Stríðsglæpadómstólnum þar sem hann er ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ákæruliðirnir eru tengdir átökunum sem brutust út í Darfur árið 2003. Sameinuðu Þjóðirnar segja að þrjú hundruð þúsund manns hafi dáið og 2,5 milljónir manna þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Eftir að Bashir var hrakinn frá völdum í apríl kröfðust saksóknarar við Stríðsglæpadómstólinn þess að yfir honum yrði réttað vegna Darfur drápanna. Súdönsku herstjórarnir sem tóku völd eftir að Bashir var hrakinn frá neituðu upphaflega að vinna með dómstólnum en súdanska regnhlífamótmælahreyfingin, sem nú fer með stóran hluta framkvæmdaráðs landsins, sagði nýlega að líklegt væri að hann yrði sendur út til að vera við réttarhöldin. Saksóknarar í Súdan hafa einnig ákært hann fyrir að eiga þátt í morðum á mótmælendum sem létust í mótmælum áður en Bashir var hrakinn frá völdum.
Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09
Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32
Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15