Star Wars olli usla í Fortnite Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 09:57 Tölvuleikja-J.J. Abrams á sviði. Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. Forsvarsmenn leiksins sögðu í aðdraganda viðburðarins að eftirsóknin inn á vefþjónana væri „fordæmalaus“ og var honum frestað um skeið svo fleiri kæmust að.Spilarar komu saman í leiknum við stað sem kallast Risky Reels og fylgdust með stuttri orrustu á milli Millennium Falcon og nokkurra Tie Fighters. Þá lenti Fálkinn og heilmynd af Geoff Keighley, kynni Game Awards, stormsveitarmaðurinn FN0143, sem talsettur var af leikaranum Ben Schwartz, steig út úr geimskipinu og J.J. Abrams, sem leikstýrir Rise of Skywalker, sömuleiðis. Talsetning þeirra var í beinni útsendingu en eftir smá grín og stutta skoðanakönnun var atriðið sýnt. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Eftir að atriðinu lauk greiddu spilarar atkvæði um uppáhalds geislasverðs-lit þeirra og voru sverðin sett inn í leikinn. Undir lok viðburðarins mátti þó heyra rödd Palpatine keisara þar sem hann segir að verki kynslóða sé nú að ljúka og komið sé að degi hefndar og degi Sith, sem er áhugavert. Star Wars Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. Forsvarsmenn leiksins sögðu í aðdraganda viðburðarins að eftirsóknin inn á vefþjónana væri „fordæmalaus“ og var honum frestað um skeið svo fleiri kæmust að.Spilarar komu saman í leiknum við stað sem kallast Risky Reels og fylgdust með stuttri orrustu á milli Millennium Falcon og nokkurra Tie Fighters. Þá lenti Fálkinn og heilmynd af Geoff Keighley, kynni Game Awards, stormsveitarmaðurinn FN0143, sem talsettur var af leikaranum Ben Schwartz, steig út úr geimskipinu og J.J. Abrams, sem leikstýrir Rise of Skywalker, sömuleiðis. Talsetning þeirra var í beinni útsendingu en eftir smá grín og stutta skoðanakönnun var atriðið sýnt. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Eftir að atriðinu lauk greiddu spilarar atkvæði um uppáhalds geislasverðs-lit þeirra og voru sverðin sett inn í leikinn. Undir lok viðburðarins mátti þó heyra rödd Palpatine keisara þar sem hann segir að verki kynslóða sé nú að ljúka og komið sé að degi hefndar og degi Sith, sem er áhugavert.
Star Wars Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira