Besti leikmaður Olís deildarinnar ánægður með hrósið frá Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 11:00 Haukur Þrastarson tekur við verðlaunum sínum á Ölveri í gær. Skjámynd/S2 Sport Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta
Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira