Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 78-94 | Dönsk byrjun Hauka dugði til sigurs Benedikt Grétarsson skrifar 18. desember 2019 22:45 Haukar unnu loks útisigur í Domino's deildinni Vísir/Daníel Haukar unnu sinn fyrsta útileik í Dominosdeild karla í körfubolta á þessu timabili þegar þeir heimsóttu bræður sína í Val að Hlíðarenda og unnu 78-94. Haukar eru með 12 stig að loknum 11 umferðum en Valsmenn eru við botninn með 6 stig en Valsmenn hafa tapað sjö leikjum í röð í deildinni. Gerald Robinson var frábær í fyrri hálfleik þegar hann skilaði 16 stigum og 9 fráköstum og hann endaði stigahæstur Haukamanna með 24 stig og 17 fráköst. Kári Jónsson skoraði 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Austin Magnus Bracey var stigahæstur Valsmanna með 24 stig og Ástþór Atli Svlason bætti við 14 stigum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og áður en ráðviltir Valsmenn vissu, var staðan orðin 14-2, Haukum í vil. Kunnuglegar tölur í íslenskri íþróttasögu og þessi byrjun lagði grunninn að sigri Hauka Haukar komust 19 stigum yfir, 21-40 og leiddu 26-45 að loknum fyrri hálfleik. Þriðji leikhluti var skotsýning hjá báðum liðum og þá sérstaklega hjá Austin Magnus Bracey sem setti niður 15 stig. Haukar náðu yfirleitt að svara áhlaupum Vals en heimamenn náðu að koma muninum niður í 15 stig í stöðunni 60-75. Þá rann leikurinn aftur frá Valsmönnum og Haukar unnu að lokum mjög öruggan og sanngjarnan sigur, 78-94Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukamenn eru vel mannaðir og mættu Valsliði sem er gjörsamlega rúið sjálfstrausti. Haukar höfðu yfirburði í teignum og voru duglegir að koma boltanum á fría menn í góðum stöðum. Haukar léku einfaldlega betur á báðum endum vallarins og það dugir nú yfirleitt til sigurs.Hverjir stóðu upp úr? Gerald Robinson var frábær í fyrri hálfleik en lítt sýnilegur í þeim seinni. Kári Jónsson var hins vegar ósýnilegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Gunnar Ingi Harðarson kom með mjög góða orku inn í Haukaliðið, bæði í vörn og sókn. Ástþór Atli var langbestur Valsmanna í fyrri hálfleik og Austin Magnus Bracey var með sýningu í þriðja leikhluta. Raggi Nat barðist vel og mættu fleiri leikmenn Vals taka hans viðhorf til fyrirmyndar.Tölfræði sem vakti athygli Haukar pökkuðu Valsmönnum saman inn í teig og unnu þann slag 50-22. Stóru mennirnir hjá Val voru ekki alveg á tánum og þar var PJ Alowoya manna verstur. Að miðherji liðsins sé 0-11 í tveggja stiga skotum er alls ekki boðlegt.Hvað gerist næst? Gleðileg jól góðir landsmenn. Ágúst: Fáum nýjan mann eftir jólafrí Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals þurfti að horfa upp á sjöunda tapleikinn í röð. Slæm byrjun Valsmann, þar sem Haukar komust í 14-2, setti tóninn fyrir leikinn. „Við vorum að fá ágætis skot í byrjun leiks en það gekk mjög erfiðlega að koma boltanum í körfuna. Það varð okkur bara að falli en það er mjög erfitt að koma sér aftur upp úr svona holu sem við komum okkur í fyrstu mínútur leiksins. Skotin fóru svo að detta í seinni hálfleik og Austin Magnus Bracey skoraði mjög mikið í þriðja leikhluta. Þar með opnaðist mikið fyrir aðra.“ Ágúst segir sína menn hafa nýtt sér veikleika hjá Haukum en það gerðu gestirnir sömuleiðis gegn hans mönnum. „Haukarnir eru líka í vandræðum, rétt eins og við. Þeir eru í veseni með „pick & roll“ vörnina sína og við náðum að nýta okkur það aðeins. Að sama skapi lentum við í nákvæmlega sömu vandræðum með okkar vörn og fengum á okkur of margar körfur.“ En stendur til að breyta einhverju eftir jólafrí, jafnvel fá nýjan leikmann í liðið? „Já já, það stóð til að fá nýjan leikmann fyrir 15.nóvember en okkur tókst ekki að landa þeim manni sem við vildum fá til liðsins. Við fáum a.m.k. einn leikmann inn eftir jólafrí en það er ekki leikmaður sem er þekkt stærð hér á landi. Vonandi munu þær breytingar skila tilætluðum árangri,“ sagði Ágúst að lokum. Martin: Flenard er svo stór! „Þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið og ég er í skýjunum að landa fyrsta útisigri okkar í vetur,“ sagði kampakátur Israel Martin eftir 78-94 sigur Hauka gegn Val. „Fyrsti leikhlutinn var lykillinn að sigrinum. Þeir reyndu auðvitað í seinni hálfleik en mér fannst við alltaf vera með fín tök á leiknum. Mínir strákar lögðu sig alla fram og þannig þurfum við að nálgast alla leiki sem eftir eru,“ segir Martin. Haukar skoruðu 50 stig í teignum gegn Val og réðu heimamenn ekkert við þá undir körfunni. „Okkar leikplan var að komast inn í teiginn og við skoruðum mikið þar. Við þurfum stundum að fá betra flæði í sókninni og koma boltanum áfram til leikmannsins sem er í besta færinu. Ég vil að liðin mín spili liðskörfubolta.“ Flenard Whitfield var enn og aftur í villuvandræðum í Haukaliðinu. Hvað er eiginlega málið með allar þessar klaufavillur? Hann er svo rosalega stór,“ segir Martin brosandi og bætir við „Hann er mjög hreyfanlegur með hendurnar á sér, líklega aðeins of hreyfanlegur. Hann er að reyna að bæta sig og við munum fara vel yfir þetta atriði í hans leik. Hann þarf að átta sig á því hvaða línu dómararnir fylgja hér á landi en ég vil samt miklu frekar að hann sé grimmer heldur en latur,“ sagði Israel Martin Dominos-deild karla
Haukar unnu sinn fyrsta útileik í Dominosdeild karla í körfubolta á þessu timabili þegar þeir heimsóttu bræður sína í Val að Hlíðarenda og unnu 78-94. Haukar eru með 12 stig að loknum 11 umferðum en Valsmenn eru við botninn með 6 stig en Valsmenn hafa tapað sjö leikjum í röð í deildinni. Gerald Robinson var frábær í fyrri hálfleik þegar hann skilaði 16 stigum og 9 fráköstum og hann endaði stigahæstur Haukamanna með 24 stig og 17 fráköst. Kári Jónsson skoraði 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Austin Magnus Bracey var stigahæstur Valsmanna með 24 stig og Ástþór Atli Svlason bætti við 14 stigum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og áður en ráðviltir Valsmenn vissu, var staðan orðin 14-2, Haukum í vil. Kunnuglegar tölur í íslenskri íþróttasögu og þessi byrjun lagði grunninn að sigri Hauka Haukar komust 19 stigum yfir, 21-40 og leiddu 26-45 að loknum fyrri hálfleik. Þriðji leikhluti var skotsýning hjá báðum liðum og þá sérstaklega hjá Austin Magnus Bracey sem setti niður 15 stig. Haukar náðu yfirleitt að svara áhlaupum Vals en heimamenn náðu að koma muninum niður í 15 stig í stöðunni 60-75. Þá rann leikurinn aftur frá Valsmönnum og Haukar unnu að lokum mjög öruggan og sanngjarnan sigur, 78-94Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukamenn eru vel mannaðir og mættu Valsliði sem er gjörsamlega rúið sjálfstrausti. Haukar höfðu yfirburði í teignum og voru duglegir að koma boltanum á fría menn í góðum stöðum. Haukar léku einfaldlega betur á báðum endum vallarins og það dugir nú yfirleitt til sigurs.Hverjir stóðu upp úr? Gerald Robinson var frábær í fyrri hálfleik en lítt sýnilegur í þeim seinni. Kári Jónsson var hins vegar ósýnilegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Gunnar Ingi Harðarson kom með mjög góða orku inn í Haukaliðið, bæði í vörn og sókn. Ástþór Atli var langbestur Valsmanna í fyrri hálfleik og Austin Magnus Bracey var með sýningu í þriðja leikhluta. Raggi Nat barðist vel og mættu fleiri leikmenn Vals taka hans viðhorf til fyrirmyndar.Tölfræði sem vakti athygli Haukar pökkuðu Valsmönnum saman inn í teig og unnu þann slag 50-22. Stóru mennirnir hjá Val voru ekki alveg á tánum og þar var PJ Alowoya manna verstur. Að miðherji liðsins sé 0-11 í tveggja stiga skotum er alls ekki boðlegt.Hvað gerist næst? Gleðileg jól góðir landsmenn. Ágúst: Fáum nýjan mann eftir jólafrí Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals þurfti að horfa upp á sjöunda tapleikinn í röð. Slæm byrjun Valsmann, þar sem Haukar komust í 14-2, setti tóninn fyrir leikinn. „Við vorum að fá ágætis skot í byrjun leiks en það gekk mjög erfiðlega að koma boltanum í körfuna. Það varð okkur bara að falli en það er mjög erfitt að koma sér aftur upp úr svona holu sem við komum okkur í fyrstu mínútur leiksins. Skotin fóru svo að detta í seinni hálfleik og Austin Magnus Bracey skoraði mjög mikið í þriðja leikhluta. Þar með opnaðist mikið fyrir aðra.“ Ágúst segir sína menn hafa nýtt sér veikleika hjá Haukum en það gerðu gestirnir sömuleiðis gegn hans mönnum. „Haukarnir eru líka í vandræðum, rétt eins og við. Þeir eru í veseni með „pick & roll“ vörnina sína og við náðum að nýta okkur það aðeins. Að sama skapi lentum við í nákvæmlega sömu vandræðum með okkar vörn og fengum á okkur of margar körfur.“ En stendur til að breyta einhverju eftir jólafrí, jafnvel fá nýjan leikmann í liðið? „Já já, það stóð til að fá nýjan leikmann fyrir 15.nóvember en okkur tókst ekki að landa þeim manni sem við vildum fá til liðsins. Við fáum a.m.k. einn leikmann inn eftir jólafrí en það er ekki leikmaður sem er þekkt stærð hér á landi. Vonandi munu þær breytingar skila tilætluðum árangri,“ sagði Ágúst að lokum. Martin: Flenard er svo stór! „Þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið og ég er í skýjunum að landa fyrsta útisigri okkar í vetur,“ sagði kampakátur Israel Martin eftir 78-94 sigur Hauka gegn Val. „Fyrsti leikhlutinn var lykillinn að sigrinum. Þeir reyndu auðvitað í seinni hálfleik en mér fannst við alltaf vera með fín tök á leiknum. Mínir strákar lögðu sig alla fram og þannig þurfum við að nálgast alla leiki sem eftir eru,“ segir Martin. Haukar skoruðu 50 stig í teignum gegn Val og réðu heimamenn ekkert við þá undir körfunni. „Okkar leikplan var að komast inn í teiginn og við skoruðum mikið þar. Við þurfum stundum að fá betra flæði í sókninni og koma boltanum áfram til leikmannsins sem er í besta færinu. Ég vil að liðin mín spili liðskörfubolta.“ Flenard Whitfield var enn og aftur í villuvandræðum í Haukaliðinu. Hvað er eiginlega málið með allar þessar klaufavillur? Hann er svo rosalega stór,“ segir Martin brosandi og bætir við „Hann er mjög hreyfanlegur með hendurnar á sér, líklega aðeins of hreyfanlegur. Hann er að reyna að bæta sig og við munum fara vel yfir þetta atriði í hans leik. Hann þarf að átta sig á því hvaða línu dómararnir fylgja hér á landi en ég vil samt miklu frekar að hann sé grimmer heldur en latur,“ sagði Israel Martin
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum